Hægri popúlismi hefur skotið rótum í íslenskum stjórnmálum og er keyrður áfram af stækri útlendingaandúð. Þetta segir Þórður Snær Júlíusson í leiðara Heimildarinnar.
Sá sem innleiðir þessa andúð er helsti valdaflokkur Íslands, skrifar Þórður Snær og á við Sjálfstæðisflokkinn. Með því tekur blaðamaðurinn undir orð Eiríks Bergmann stjórnmálafræðings sem í nýlegri frétt Samstöðvarinnar útilokaði ekki að Bjarni Benediktsson og forysta flokksins væru að róa á mið Miðflokksins til að reyna að auka fylgi.
Miðflokkur Sigmundar Davíðs er nú þriðji stærsti flokkur landsins með 11,8 prósent fylgi, sem er meira en tvöfalt fylgi síðustu kosninga.
Þá hefur Flokkur fólksins daðrar allhressilega við útlendingaandúð og dreifir þessa dagana myndbandi á facebook þar sem varað er við sókn útlendinga til Íslands.
Bjarni Ben sagði: „Það sem næst þarf að gerast í þessum málaflokki er að herða reglur um hælisleitendamál og samræma því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Auka þarf eftirlit á landamærum. Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum.“
Þórður Snær segir að sennilega sé það hvorki djúpstæður rasismi né stæk mannfyrirlitning sem ráði mestu um orð Bjarna og að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að taka u-beygju í útlendingaandúð. Um sé að ræða ískalda pólitíska tækifærismennsku. Bjarni Ben sé langóvinsælasti stjórnmálamaður landsins og Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki að óbreyttu farið í kosningar með gífuryrðum um að hann sé flokkur efnahagslegs stöðugleika
„Ef kannanir í nánustu framtíð sýna að hún [útlendingaandúð] eigi upp á pallborðið hjá kjósendum þá má búast við því að vilji flokksins til að fara í kosningar muni stóraukast.“
Lesa má alla greinina hér: Velkomin í hægri popúlisma keyrðan áfram af útlendingaandúð – Heimildin