Dómsmálaráðherra í yfirheyrslu á Samstöðinni í kvöld

Samstöðin 5. mar 2024

Útlendingalög, pólitíkin, nýfrjálshyggja og áfengi verða umræðuefnin við Rauða borðið á dagskrá Samstöðvarinnar í kvöld.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram breytingar á útlendingalögum. Hún mætir í beina útsendingu klukkan 20 og færir rök fyrir sínu máli. Gunnar Smári og Björn Þorláks ræða við ráðherrann.

Eiríkur Bergmann prófessor hefur skoðað uppgang hægri popúlista áratugum saman. Hann greinir áhrif stefnubreytinga Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í innflytjendamála á stjórnmálaumræðuna.

Jónas Guðmundsson fyrrum rektor á Bifröst, kemur og ræðir um nýfrjálshyggjuna, sem hann segir að leiði til aukinnar samkeppni heldur þvert á móti til fákeppni og einokunar.

Í lokin koma Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, heimspekingur og kynjafræðingur, og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu og doktor í lýðheilsu, og ræða áhrif áfengis á samfélagið og einstaklinginn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí