Útlendingalög, pólitíkin, nýfrjálshyggja og áfengi verða umræðuefnin við Rauða borðið á dagskrá Samstöðvarinnar í kvöld.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram breytingar á útlendingalögum. Hún mætir í beina útsendingu klukkan 20 og færir rök fyrir sínu máli. Gunnar Smári og Björn Þorláks ræða við ráðherrann.
Eiríkur Bergmann prófessor hefur skoðað uppgang hægri popúlista áratugum saman. Hann greinir áhrif stefnubreytinga Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í innflytjendamála á stjórnmálaumræðuna.
Jónas Guðmundsson fyrrum rektor á Bifröst, kemur og ræðir um nýfrjálshyggjuna, sem hann segir að leiði til aukinnar samkeppni heldur þvert á móti til fákeppni og einokunar.
Í lokin koma Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, heimspekingur og kynjafræðingur, og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu og doktor í lýðheilsu, og ræða áhrif áfengis á samfélagið og einstaklinginn.