Fangi frá Guantanamó segir frá reynslu sinni í Safnahúsinu

Í hádeginu í dag, 9. mars klukkan 12, verður opinn fundur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem fyrrum fangi í bandaríska herfangelsinu í Guantanamó, Mohamedou Ould Slahi að nafni, segir frá reynslu sinni.

Mohamedou var fangi án ákæru og dóms í fimmtán ár, þar af fjórtán ár í Guantanamó og sætti hann illri meðferð, þar á meðal grimmilegum pyntingum.

Um fangasvist Mohamedous hefur verið gerð verðlaunakvikmyndin, Máretaníumaðurinn, sem sýnd verður samdægurs klukkan 15 í Bíó Paradís og eru miðar á sýninguna þegar til sölu, sjá hér: Miðar.

Dr. Deepa Govindarajan Driver mun á fundinum í Safnahúsinu rekja hvað komið hefur fram í gögnum sem Wikileaks hefur birt um Guantanamó herfangelsið og útskýra lagalega og pólitíska umgjörð þess, en það er enn starfrækt. Dr. Deepa Govindarajan Driver hefur fylgst með réttarhöldunum í London undanfarin fimm ár þar sem tekist hefur verið á um framsal Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna til að svara til saka þar vegna birtingar á leynilegum plöggum sem sýna meðal annars fram á stríðsglæpi og ólögleg inngrip í innri málefni ríkja. Dr. Deepa Govindarajan Driver hefur fylgst með þessum réttarhöldum í London af hálfu Haldane-samtaka sósíaliskra lögfræðinga og Sambands vinstri flokkanna á þingi Evrópuráðsins (UEL),

Fundurinn er í fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar í samvinnu við Bíó Paradís og Samstöðina.

Hér má sjá viðtal við Ögmund við Rauða borðið um fundinn og tilefni hans:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí