Fólk deyr í fangabúðum segir Pútín Rússlandsforseti

Vladimir Putín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í forsetakosningum í landinu í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi og nýtti tækifærið til að lýsa einnig yfirburðum Rússa í árásarstríði sínu gegn Úkrarínu. Hann nefndi þá einnig nafn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny heitins í fyrsta sinn svo árum skipti opinberlega. Sagði Putín í því samhengi að dauðsföll væru alltaf sorglegir atburðir en það hefðu aðrir og fleiri látist í fangabúðum. 

Forsetakosningar í Rússlandi fóru fram um helgina við aðstæður sem alþjóðasamfélagið hefur lýst sem ólýðræðislegum og ófrjálsum. Samkvæmt yfirlýsingum landskjörstjórnar í Rússlandi hafði Putín fengið 87 prósent atkvæða þegar búið var að telja atkvæði úr 60 prósentum kjördæma. Hann hefur því tryggt sér fimmta kjörtímabil sitt í embætti og sitji hann það út mun hann hafa setið lengur en Jósef Stalín á valdastóli, og lengur en nokkur rússneskur leiðtogi í 200 ár. Kjörtímabil Rússlandsforseta er sex ár. 

Þátttaka í kosningunum nú var rúm 74 prósent, tæpum sjö prósentum meiri en fyrir sex árum síðan. 

Þegar Putín beindi orðum sínum að Navalny sagði forsetinn að fyrir dauða hans hefði staðið til að Navalny yrði hluti af fangaskiptum en skilyrðin fyrir þeim hefðu verið að stjórnarandstæðingurinn myndi ekki snúa aftur til Rússlands. 

Sigur Putíns var aldrei í minnstu hættu, enda eru helstu andstæðingar hans ýmist í fangelsi, í útlegð eða látnir eins og Navalny. Frambjóðandi kommúnista, Nikolay Kharitonv, virðist hafa verið í öðru sæti með tæplega fjögurra prósenta stuðning, miðað við bráðabirgða niðurstöður. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí