Frumvarp Birgis um íslenskupróf leigubílstjóra fær falleinkunn

Frumvarp Birgis Þórarinssonar, Sjálfstæðisflokki, um að leigubílstjórum verði gert skylt að taka próf til að sýna fram á færni í íslensku fellur ekki í kramið meðal landsmanna.

Sunna Valgerðardóttir fréttamaður á Rúv kemur með óvæntan punkt inn í málið þar sem hún gefur í skyn að íslenskir leigubílstjórar reyni iðulega að halda uppi samræðum við hana eða fari með einræður án þess að hún kæri sig um það sem farþegi. Lesa má út úr orðum Sunnu að bestu bílstjórarnir séu hljóðir bílstjórar.

„Leigubílstjórar eru líklega síðasta starfstéttin sem ég hefði valið til að neyða til íslenskukunnáttu,“ segir hún.

„Þeir leigubílstjórar sem kunna hana [íslensku] reiprennandi (sem móðurmál) eru margir alveg ofsalega ofsalega ofsalega uppteknir af því að nota hana á mann. Skiptir þá litlu hvort þeir fái viðbrögð. Ég hefði frekar krafið alla leigubílstjóra um annars konar hæfni en tiltekna tungumálakunnáttu, svona ef svo furðulega vildi til að mér þætti þetta eiga erindi á Alþingi.“

Við annan og alvarlegri tón gætir hjá Eiríki Rögnvaldssyni íslenskufræðingi. Hann segir í samtali við Vísi að frumvarp Birgis sé lagt fram til að mismuna fólki með ómálefnalegum hætti.  Eiríkur segir augljóst að nota eigi íslenskuna sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu.

Eiríkur nefnir einnig að haft hafi verið eftir Birgi Þórarinssyni að hann hafi rætt við Katrínu Jakbsdóttur forsætisráðherra og hún tekið frumvarpinu vel.

„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að forsætisráðherra taki undir svona tillögu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí