Pólski herinn settur í viðbragðsstöðu – Rússar rufu lofthelgi Póllands
Rússar gerðu harðar loftárásir á Kænugarð og á Lviv-hérað í Úkraínu í nótt og í morgun. Lviv-hérað er vestast í Úkraínu, næst landamærunum að Póllandi, og rufu Rússar lofthelgi Póllands í árásunum. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu og pólskar herþotur sendar á loft. Ekki varð manntjón í árásunum og þá virðast byggingar og innviðir einnig hafa sloppið bærilega.
Loftvarnarkerfi Úkraínumanna grönduðu um það bil tólf flugskeytum Rússa yfir og við Kænugarð. Sprengingar heyrðust víða um borgina engu að síður. Þetta er þriðja morgunárásin sem Rússar gera á vikutíma og nú ráðast þeir af aukinni hörku á Kænugarð eftir að hafa gert hlé á árásum á höfuðborgina í um sex vikur.
Loftvarnarflutur vældu um því sem næst alla Úkraínu í nótt og morgun og var fólki beint í loftvarnarbyrgi og neðanajarðarlestarstöðvar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward