Svissneska þingið samþykkir að frystar eignir Rússa renni til Úkraínu

Efri deild svissneska þingsins samþykkti naumlega í gær að eignir Rússa sem frystar hafa verið í Sviss verði veittar Úkraínu til að standa straum af herkostnaði landsins. Samþykkið nær þó aðeins til þess að veita ríkisstjórn landsins heimild til að finna þær leiðir í alþjóðalögum sem duga til að hægt sé að færa eignirnar. 

Deilur hafa staðið um málið í Sviss en bankaleynd þar í landi er lykilatriði fyrir umsvifamikla fjármálastarfsemi í landinu, og í ofanálag hafa Svisslendingar árum saman hrósað sér af hlutleysi sínu í alþjóðamálum. 

Frumvörpin sem um ræðir voru samþykkt með 21 atkvæði gegn 19 en þrír þingmenn sátu hjá. Neðri deild þingsins samþykkti sömu frumvörp á síðasta ári. Frumvörpin gera ríkisstjórninni kleift að finna leiðir til að nýta frystar eignir árásarríkja til að greiða fyrir herkostnað í ríkjum sem ráðist er á, og eru því almenn en engum dylst að ástæðan er árásarstríð Rússa í Úkraínu. 

Sviss hefur árum saman verið skjól fyrir auðuga Rússa og eignir þeirra. Rússneski seðlabankinn á eignir að verðmæti hátt í 1.100 milljarðar íslenskra króna sem frystar hafa verið í Sviss. Eignir af eldur hærri upphæð, að verðmæti hátt í 1.200 milljarða króna, í eigu eða stýrt af Rússum sem hafa verið beittir refsiaðgerðum, í eigu ríkisfyrirtækja eða sjóða hafa einnig verið frystar. Í mars árið 2022 voru eignir Rússa í Sviss taldar nema upphæð sem jafngilti um 23.300 milljörðum íslenskra króna.

Svissneski utanríkisráðherrann, Ignazio Cassis, sagði í umræðum um málið að staðreyndirnar lægju fyrir. „Rússar hafa brotið alþjóðalög með mjög alvarlegum hætti og verða því að greiða fyrir þann skaða sem af hefur hlotist.“ Umræður stæðu á alþjóðavettvangi um með hvaða leiðum mætti standa að slíkum greiðslum og Sviss tæki þátt í því með þekkingu sinni, hæfni og sögulegri stöðu. 

Ríkisstjórn Sviss mun nú leita leiða til að nýta umræddar eignir en horft er til þess að hægt verði að færa eignir sem seðlabankinn rússneski heldur á, sem og eignir ríkisfyrirtækja, með löglegum hætti til Úkraínumanna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí