Telur sig vita að Katrín sé á leið í forsetaframboð

„Fyrir páska gefur hún út að hún sækist eftir embætti forseta Íslands. Stórlaxarnir sem hafa verið að máta sig draga sig í hlé. 1. júní næstkomandi verður Katrín Jakobsdóttir kjörinn forseti Íslands.“

Þetta segir Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, á vef sínum en hann er einn af mörgum sem telja sig sjá skýr merki um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé á leið í forsetaframboð. Eitt slíkt merki er mynd sem Katrín birtir af sér og eiginmanni sínum á Facebook, líkt og Samstöðin fjallaði um fyrr í dag.

Vísbendingar um framboð hennar eru þó enn fleiri að sögn Elliða:

  • „Í fyrirspurnum um málið á Alþingi hefur Katrín viljandi verið afar loðin í svörum.
  • Við gerð kjarasamninga steig Katrín inn með 80 þúsund milljónir frá ríkinu og gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir börn í grunnskólum. Blaðamannafundur um samninga voru eins og afmælisveislan hennar.  
  • Þegar tækifæri gefst til minnir hún á hið þjóðlega og hin gömlu góðu gildi. Setti til dæmis plokkfisk, rúgbrauð, kjötsúpu, fisk og sitthvað fl. á vikumatseðilinn sinn í viðtali við moggann fyrir skömmu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí