Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir stríð NATO við Rússa yfirvofandi tapi Úkraína stríðinu

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, lýsti því í yfirheyrslu fyrir hermáladeild fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að ef Úkraína muni tapa stríðinu gegn Rússum muni NATO-ríkin hefja stríð gegn Rússum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ítrekaði þá í gær ummæli sín þess efnis að mögulegt væri að Evrópusambandsríkin myndu senda hermenn á vígvöllinn í Úkraínu. 

Yfirlýsingar Austin kristalla þær áhyggjur sem hann, og aðrir þjóðarleiðtogar, hafa af mögulegum afleiðingum af ósigri Úkraínumanna. Ef svo fer séu rétt eins miklar líkur á að Rússar ráðist inn fyrir landamæri enn annarra ríkja, og nefndi Austin sérstaklega ótta Eystrasaltsríkjanna við að þau gætu orðið næsta skotmark Rússa. 

„Ef Úkraína tapar, mun Pútín ekki stoppa. Hann mun halda árásum sínum áfram og sölsa undir sig landsvæði nágrannaþjóða sinna. Og sértu Eystrasaltsríki hefurðu miklar áhyggjur af því að verða næst í röðinni. Og sökum þess að þau þekkja Pútín, vita þau hvað hann er fær um. Og hreinskilningslega, ef að Úkraína tapar stríðinu, þá trúi ég því í raun og veru að NATO lendi í stríði við Rússland.“

Þessar yfirlýsingar Austin hafa fengið misjafnar undirtektir. Sumir leiðtogar Evrópuríkjanna fjarlægðu sig kyrfilega frá yfirlýsingum Austin, á meðan að aðrir lýstu svipuðum skoðunum, þar á meðal Macron. 

Kremlverjar brugðust harkalega við ummælunum og sögðu þau beina hótun við Rússland. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, fordæmdi þau og sagði þau sýna og sanna að áform Bandaríkjanna væru árásargjörn. 

Macron Frakklandsforseti vísaði í gær á bug mikilli gagnrýni sem hann sætti eftir að hafa gefið því undir fótinn að senda hermenn á vígvöllinn í Úkraínu. Hann lýsti því að yfirlýsingar hans hefðu verið hugsaðar út í gegn og þær metnar gildar og góðar. 

Hugmyndum Macrons var hafnað af fulltrúum annarra NATO ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, Breta og Þjóðverja. Þeim var hins vegar ekki hafnað af fulltrúum Eystrasaltsríkjanna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí