Bjarkey mun ekki bregðast við athugasemdum eigin ráðuneytis

Bjarkey Olsen matvælaráðherra ætlar ekki að bregðast við athugasemdum sem hennar eigið ráðuneyti hefur gert við búvörulögin.

Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar á Alþingi.

Lögin hafa verið gagnrýnd harðlega. Með þeim er ríkisstjórnin sögð sniðganga samkeppnislög til að moka undir milliliði.

Bjarkey ver lagasetninguna og upplýsti hún á þinginu rétt í þessu að ráðuneyti hennar gerði enga athugasemd við þinglega meðferð málsins.

Undir öðrum matvælaráðherra birti hennar sama ráðuneyti alvarlegar athugasemdir við lögin.

„Ég hef fengið símtöl frá ánægðum bændum,“ sagði Bjarkey

Píratar bentu á að Bjarkey geti vart talist hæf til að standa beggja megin borðs sem fyrrum nefndarmaður í atvinnuveganefnd sem skóflaði frumvarpinu áfram með breytingum sem margir telja ígildi nýrra laga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí