Einar „orðinn almennt aðhlátursefni“

„Hæstaréttarlögmaður orðinn almennt aðhlátursefni,“ segir Björn Birgisson, samfélagsrýnir úr Grindavík, en þar vísar hann til Einars S. Hálfdánarson. Líkt og Samstöðin greindi frá fyrr í dag þá hljóp Einar hressilega á sig í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Grein Einars gekk út á að Gísli Marteinn Baldursson væri hræsnari fyrir að neita að taka þátt í Eurovision nú þrátt fyrir að hafa kynnt keppnina í Aserbaísjan árið 2012. Vandinn er þó að Gísli Marteinn hefur aldrei farið til Aserbaísjan, keppnin árið 2012 var haldin í Svíþjóð.  

„Þetta sprenghlægilega klúður minnir óneitanlega á uppákomu þegar nokkuð virkur leiklistargagnrýnandi birti lærðan texta um leiksýningu sem hann hafði ekki séð en frétt eitthvað af henni! Einar þessi komst í fréttirnar á dögunum þegar hann kærði þær Semu Erlu Sedoglu og Maríu Lilju Þrastardóttur fyrir meintar mútur í viðleitni þeirra til að bjarga lífi fjölda fjölskyldna af Gaza-ströndinni,“ skrifar Björn og bætir við:

„Málinu var eðlilega vísað frávísað frá, enda málatilbúnaðurinn líkari því að hann kæmi frá einhverjum óupplýstum rasískum götustrák en frá lærðum lögmanni með réttindi sem  hæstaréttarlögmaður!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí