„Hæstaréttarlögmaður orðinn almennt aðhlátursefni,“ segir Björn Birgisson, samfélagsrýnir úr Grindavík, en þar vísar hann til Einars S. Hálfdánarson. Líkt og Samstöðin greindi frá fyrr í dag þá hljóp Einar hressilega á sig í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Grein Einars gekk út á að Gísli Marteinn Baldursson væri hræsnari fyrir að neita að taka þátt í Eurovision nú þrátt fyrir að hafa kynnt keppnina í Aserbaísjan árið 2012. Vandinn er þó að Gísli Marteinn hefur aldrei farið til Aserbaísjan, keppnin árið 2012 var haldin í Svíþjóð.
„Þetta sprenghlægilega klúður minnir óneitanlega á uppákomu þegar nokkuð virkur leiklistargagnrýnandi birti lærðan texta um leiksýningu sem hann hafði ekki séð en frétt eitthvað af henni! Einar þessi komst í fréttirnar á dögunum þegar hann kærði þær Semu Erlu Sedoglu og Maríu Lilju Þrastardóttur fyrir meintar mútur í viðleitni þeirra til að bjarga lífi fjölda fjölskyldna af Gaza-ströndinni,“ skrifar Björn og bætir við:
„Málinu var eðlilega vísað frávísað frá, enda málatilbúnaðurinn líkari því að hann kæmi frá einhverjum óupplýstum rasískum götustrák en frá lærðum lögmanni með réttindi sem hæstaréttarlögmaður!“