Hræðilegt að sjá hvernig komið er fyrir íslenskri stjórnsýslu

Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur segir að slysasleppingar og umhverfisslys sem fylgi sjókvíaeldi hafi leitt til þess að hún hafi undanfarið átt ýmsa fundi með fulltrúum ríkisstofnana til að fá upplýsingar um hvernig það geti gerst að norskir auðmenn séu að stórsakaða nátttúru á Vestfjörðum án þess að íslenska ríkið aðhafist.

Arnarnes í Ísafjarðardjúpi er dæmi um þetta að sögn Katrínar sem ræddi þetta mál á Samstöðinni í gær í þættinum Synir Egils. Segist hún aldrei hafa upplifað annað eins áfall og þegar hún sá hvernig komið sé fyrir íslenskri stjórnsýslu.

„Öll þessi lús og allt þetta eitur rennur úr í vistkerfið,“ segir Katrín. „Vistkerfið deyr að lokum.“

Þótt ein stofnun segi nei, aðhafist önnur ekki. Þess vegna fari menn sínu fram. Norsku auðmennirnir í Artic Fish stökkvi af stað og framkvæmi án leyfa. Látið sé duga að þeir greiði kannski lága sekt. Það sé nýja leiðin fram hjá stjórnsýslunni að hefja framkvæmdir án leyfis.

„Þetta er eins og að horfa á lestarslys í slow motion,“ segir Katrín og auglýsir eftir auknu hugrekki og sjálfstæði íslenskra ríkisstofnana til að kljást við peningaöflin.

Sjá eldmessu Katrínar hér:

Synir Egils – Brot – Katrín Oddsdóttir um sjókvíaeldi (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí