Jón Gnarr býður sig fram til forseta: „Ég verð umboðsmaður þjóðarinnar“
Jón Gnarr lýsti yfir framboði til forseta rétt í þessu í ávarpi á Facebook, sjá hér: Ávarp Jóns.
Á sama tíma opnaði Jón vef um framboð sitt á jongnarr.is. Þar má lesa um ævi og störf Jóns.
Á Facabook birtir Jón stutta framboðsræðu sem sjá má hér fyrir neðan. „Ef þjóðin kýs mig til verksins mun ég taka því af mikilli alvöru og leggja mig allan fram um að láta gott af mér leiða í öllu því er varðar heill og hamingju þjóðarinnar, í veraldlegum og andlegum efnum, og bið guð og menn að gefa mér styrk til þess. Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi okkar og mun leitast við að eiga gott samstarf við stjórnvöld hverju sinni. Hjá fólkinu í landinu mun samt hugur minn verða og það munu verk mín sýna. Sem bóndi á Bessastöðum mun ég vinna að heilbrigði Íslands og leitast við að efla orðspor og virðingu landsins. Ég verð umboðsmaður þjóðarinnar innanlands og fulltrúi hennar utanlands,“ segir Jón meðal annars.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward