Líkir Katrínu við tröll: „Þetta er svo mikill leikur“

Ekki eru allir ánægðir með háttsemi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra undanfarnar vikur. Nú hefur hún í nokkurn tíma neitað að gefa upp hvort hún ætli í framboð til forseta Íslands en á sama tíma bendir allt til þess hún ætli í framboð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef hún endar á því að fara ekki í framboð, þá sé þetta eitt stærsta aprílgabb í sögu þjóðarinnar. Hún hefur lofað því að tilkynna um framboð sitt á næstu dögum, væntanlega fyrir helgi.  

„Þetta er svo mikill leikur. Opinberar ákvörðun á allra næstu dögum. Á meðan eru þingflokkar að hittast og ræða stöðuna. Að mínu mati þýðir það bara eitt, að það er búið að taka ákvörðunina og það er verið að ræða hvað gerist í kjölfarið. Katrín er að gefa ríkisstjórnarflokkunum svigrúm til þess að skipuleggja viðbrögð sín við þessari ákvörðun,“ skrifar Björn á Facebook.

Hann telur allar líkur á því að Katrín sé búin að taka ákvörðun og þessi leikur nú sé til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin springi. „Ef Katrín er ekki búin að taka ákvörðun og niðurstaðan verður að hún ætli ekki í framboð þá er þetta stæsti 1. apríl sem til er. Á internet málinu kallast þetta trolling, og mér finnst mjög óábyrgt af sitjandi forsætisráðherra að starfa þannig. Ég ætla því að gefa mér að þetta sé ekki trolling, heldur er hún búin að taka ákvörðun og hún er bara að gefa samstarfsfólki sínu svigrúm til þess að skipuleggja sig áður en hún opinberar ákvörðunina. Hvað segið þið, eru margir rauðvínspottar í gangi um þetta,“ segir Björn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí