Allir nema Katrín og Baldur styðja kröfu um að allir verði með í kappræðunum
Einungis Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir segjast mótfallin því að allir frambjóðendur í forsetakosningunum fái að taka þátt í kappræðum RÚV á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi greinir frá þessu en hún hefur, ásamt öðrum, bent á hve ólýðræðislegt núverandi fyrirkomulag kappræðanna sé. Til stendur að leyfa einungis þeim sem mælast ákveðið hátt í skoðannakönnunum, sem reynslan hefur sýnt að sé oft kolrangar, að taka þátt.
Steinunn skrifar á Facebook: „Eldheit frétt úr iðrum kosninganna! Húrra! Jón Gnarr styður kröfur annarra forsetaframbjóðenda um að allir verði saman í kappræðum RUV á föstudag! Auðvitað! Hann er bara svo bissý að erindið fór fram hjá honum! Elsku Jón Gnarr við fögnum þessum fréttum Auðvitað stendur þú með hinum 9 með frambjóðendum þínum, þú ert maður lýðræðisins og stuðsins! Þá eru það bara Katrín Jakobsdóttir og Baldur sem sitja hjá. Koma svo!“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward