Fylgi Höllu reyndist kolrangt síðast

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þá stefnir í æsispennandi forsetakosningar. Prósent segir að samkvæmt mælingum sínum þá sé fylgi Katrínar Jakobsdóttur, Höllu Tómasardóttur og Höllu Hrundar Logadóttur svo að segja það sama og því hnífjafnt. Allar mælast með um 20 prósent fylgi. Þetta er fjarri lagi fyrsta könnunin undanfarna vikur sem sýnir nýja, og æsispenndi, stöðu í fylgi frambjóðenda.

Það sem vill þó oft gleymast í hita leiksins er að skoðanakanninir reynast oft fjarri raunveruleikanum eftir kosningar.  Ekki þarf að leita lengra en til síðustu forsetakosninga þar sem tvísýnt var um úrslit til að finna skýrt dæmi um það. Daginn fyrir þær kosningar, þann 25. júlí árið 2016, greindi RÚV frá nýrri könnun Gallup. Sú könnun hafði verið framkvæmd dagana þar á undan og var úrtakið nokkuð stórt, ríflega þrjú þúsund manns. Með öðrum orðum þá var framkvæmdin mjög traustvekjandi.

 Þrátt fyrir það reyndist fylgi Höllu Tómasardóttur kolrangt í þeirri könnun miðað við niðurstöðu kosninga. Hún mældist með18,6 prósenta fylgi en hlaut 28 prósent atkvæða örfáum dögum síðar. Það hlýtur að teljast umtalsverður munur og talsverð skekkja, óháð því hvort mælingin var gölluð eða hún hafi rokið upp í vinsældum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí