„Hvers vegna skipti Katrín Jakobsdóttir um skoðun á Palestínu?“

„Hvers vegna skipti Katrín Jakobsdóttir um skoðun á Palestínu?,“ spyr Ingólfur Gíslason, aðjúnkt við Háskóla Íslands og stuðningsmaður baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði, á Facebook. Hann segir þögn Katrínar Jakobsdóttur um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hafa verið nú nokkuð lengi ærandi. Ingólfur bendir á að áður en hún varð forsætisráðherra hafi hún ekki verið feimin við að tala um hispurslaust um Palestínu og Ísrael. Hann segir varla hægt að draga aðra ályktun en að hún hafi skipt um skoðun síðan hún sagði eftirfarandi árið 2014:

„Ef ekkert lát verður á ofbeldisverkum Ísraels og ríkið heldur áfram að brjóta alþjóðalög og almenn mannréttindi hlýtur sú spurning einnig að vakna hvort rétt sé að slíta stjórnmálasambandi við ríkið.“

Ingólfur veltir því fyrir sér hvað valdi því að Katrín hafi ekki nefnt þennan kost síðustu mánuði. „Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana stinga upp á þessum möguleika núna, eða síðustu mánuði. Sumt stuðningsfólk hennar vill meina að Katrín hafi ekki haft nein völd sem forsætisráðherra og því sé ekki við hana að sakast um aðgerðarleysi í þessu eða öðrum málum sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar,“ skrifar Ingólfur og heldur áfram:

„En nú er hún laus og liðug, hún er ekki lengur forsætisráðherra, hún hefur málfrelsi. En segir samt ekkert í þessa átt. Hún fordæmir ekki Ísrael. Hún nefnir ekki viðskiptaþvinganir eða sniðgöngu eða nokkrar aðrar efnislegar aðgerðir. Eigum við að ímynda okkur að hún myndi vilja hafa getað sagt eitthvað ef hún bara væri ekki í þeirri stöðu að geta því miður ekki sagt neitt? Ég veit ekki hvort viðtengingarháttur í íslensku nær utan um svona mikinn vafa, óraunveruleika og óskhyggju.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí