Greinar eftir sem og viðtöl við Sigurð Stefánsson, framkvæmdastjóra Aflvaka, hafa vakið nokkra athygli undanfarið enda hefur hann verið að tjá sig um mál málanna, húsnæðiskrísuna. Sigurður hefur sagt að núverandi fyrirkomulag gangi ekki lengur, byggingarhraðinn haldi ekki við fólksfjölgun og að rót vandans sé að miklu leyti hinn margumtalaði lóðarskortur.
Í viðtali við Sprengisandi um helgina sagði Sigurður meðal annars: „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“
En ekki eru þó allir sannfærðir um heilindi Sigurður, en þar á meðal er Egill Helgason fjölmiðalmaður. Hann telur að flest umfjöllun um Sigurð sé í raun dulin auglýsing. Egill segir að það sé skautað yfir þá staðreynd að Sigurður er ekki bara einhver út í bæ, heldur framkvæmdastjóri félags sem vill, að sögn Egils, byggja ghettó fyrir eldriborgara.
„Þarna þarf að koma fram að viðmælandinn er framkvæmdastjóri félags sem hefur gríðarleg áform um byggingu gamalmennahverfis á útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Þetta er klætt í búning málefnalegrar umræðu en er í raun auglýsingamennska. Þeir sem hafa áhuga og vit á skipulagsmálum telja þetta afleita hugmynd. Tala jafnvel um elligettó. Best er byggð þar sem börn, fullorðnir og aldrað fólk geta þrifist saman. Hitt er dystópía,“ segir Egill.