Berst áfram gegn fátækt fyrir norðan

Sigrún Steinarsdóttir, sem fékk fálkaorðu úr hendi forseta Íslands síðastliðinn mánudag, er hætt við að hætta að veita fátækum á Akureyri stuðning í starfi.

Sigrún var heiðruð fyrir framlag sitt til mannúðarmála. Síðastliðin 10 ár hefur hún gert fátæku fólki kleift að njóta matargjafa fyrir norðan með aðstoð einstaklinga og fyrirtækja. Hún upplýsir í samtali við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld að hún hafi verið búin að ákveða að hætta matargjafaátakinu og færa það í aðrar hendur. En hún hafi skipt um skoðun og ætli að halda starfinu áfram.

Spurð hvort hvatningin sem fylgir orðuveitingunni eigi þátt í breyttri afstöðu hennar játar Sigrún því. Þá skipti máli hve mikill fátæktarvandi sé fyrir norðan.

Á myndinni er Sigrún sem er með BA-gráðu í sálfræði með Guðna Th., forseta Íslands.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí