Bjarni gleður andstæðinga sína

Óflokkað 28. jún 2024

Þrátt fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi aldrei mælst eins lágt og í nýrri könnun Maskínu, rúm 14 prósent, bendir ekkert til að leiðtogar flokksins ætli sér að axla ábyrgð vegna fylgishrunsins eða spillingarmála sem hafa komið upp og hafa rýrt traust mjög.

Almenningur hefur sent flokknum mjög sterk skilaboð um óánægju. 45.000 mótmæli eru skjalfest eftir að Bjarni Benediktsson sölsaði undir sig forsætisráðuneytið.

Margir hafa haft á orði að sterkasta vopn annarra flokka sem keppa um fylgi við Bjarna, sé að Bjarni sitji áfram sem formaður með Kolbrúnu Þórdísi varaformann sé við fótskör.

Og þeim virðist ætla að verða að ósk sinni, því Ríkisútvarpið spurði Bjarna eftir Maskínu-skellinn hvort hann hygðist segja af sér:

Ert þú að íhuga stöðu þína í ljósi þessara kannana?

„Nei, það er ég ekki að gera,“ svarar Bjarni.

Má því vænta að enn minnki stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Bjarna.

Geta þá aðrir flokkar gert sér mat úr því og vænst fylgisaukningar í samræmi við hnignun Sjálfstæðisflokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí