Illviðri og söguleg úrkoma ógnar lambfé
Afar óvenjulegt veður miðað við árstíma skellur á í dag. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi og mun langvarandi kuldi og gríðarleg staðbundin úrkoma á nokkrum svæðum hafa áhrif á samgöngur og störf ýmissa stétta.
Veðurstofan segir sérstakt að kuldinn sem felur í sér napran vind, slyddu og snjókomu sé langvinnur. Standi út alla vikuna.
Á Akureyri er spáð að úrkoma sem falli á þremur dögum nú í vikunni verði margfalt meiri en mesta samanlögð mánaðarúrkoma í júní síðan mælingar hófust.
Bændur sem Samstöðin hefur rætt við segjast ætla að smala afrétti og hýsa lambær.. Á sumum bæjum var nýbúið að sleppa kindum á fjöll eftir sauðburð og hefur aukafólk verið kallað til smalamennsku, enda eins gott að hafa hraðar hendur.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward