„Við höfum tekið á móti þúsundum hælisleitenda þrátt fyrir að hafa enga burði til þess en á sama tíma þá viljum við ekki viðurkenna einstaklinga sem hafa búið hér áratugum saman, starfað hér og eiga fjölskyldu sína hér,“ segir formaður Flokks fólksins, þingmaðurinn Inga Sæland í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.
Sumir kunna að vera þingkonunni ósammála um að Ísland hafi ekki haft burði til að taka við hælisleitendum en með ummælum sínum er þingkonan væntanlega að bregðast við frétt Samstöðvarinnar fyrr í dag um að maður sem á íslenska móður og hefur unnið hér og starfað mikinn bróðurpart lífsins hér á landi, fær enn ekki ríkisborgararétt frá Útlendingastofnun.
„Þvílíkur þvættingur. Þessi stjórnvöld eru ekki einu sinni hæf i ruslið, það myndi engin vilja endurnýta þau,“ segir Inga.
Sjá frétt Samstöðvarinnar hér:
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.