Lygi og áróður að halda fram orkuskorti

Fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, Bjarni Bjarna­son, seg­ir flest orku­fyr­ir­tæki lands­ins reka áróður um yfirvofandi orkuskort. Enginn fótur sé fyrir slíku. Íslendingar búi við betra orkuöryggi en nokkur önnur þjóð.

Þetta kom fram á aðalfundi Landverndar, að því er Heimildin greinir frá.

Þegar framleidd er meiri orka en nemur grunnþörf samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort.

„Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“

Orkuframleiðsla Íslendinga er nú fimmfalt meiri en sem nemur grunnþörf.

Sjá frétt Heimildarinnar hér: https://heimildin.is/grein/22005/telur-gegndarlausan-arodur-orkufyrirtaekja-forkastanlegan/

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí