SÁÁ spyr hvort samfélagsvitundin sé horfin

„Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag?“

Þannig spyr Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ í grein á Vísi sem ber yfirskriftina: „Drekkum í dag og iðrumst á morgun“

Hún segir að íslenska þjóðin standi frammi fyrir samviskuspurningu um hvort auka eigi aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga.

Valgerður minnir á að þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis sé ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu.

Mikil umræða hefur orðið um Hagkaup sem hefur hafið netsölu á áfengi, jafnvel í blóra við lög.

„Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum.“

Valgerður spyr einnig: „Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi.“

Sjá greinina hér: https://www.visir.is/g/20242580133d/-drekkum-i-dag-og-idrumst-a-morgun-?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR23EHjgQVDMU5POu6p9fyS3EXOqWUlJY8DtPG0uwGYb5-ia34Z2FBT1mBo_aem_AaNQAhFC7H-QjRYLs6RPrEMp-PRn3bmcppC2s07edugBubWlHDUQqa1U5t7BBIzUL3HJz_i1MsFX8d95G3eRt71k

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí