Stjórnarskrárbrot útrými grásleppukörlum

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, telur að spilling og valdafíkn skýri að nú sé verið að taka eina fisktegund inn í framseljanlegt kvótakerfi sem áður var utan kerfisins.

Það sé grásleppan. Alþingi Íslendinga sé rétt í þann mund að semja um og samþykkja að setja grásleppu inn í kvótakerfið með framseljanlegum heimildum útgerðarmanna.

Með öðrum orðum verði með þessu komið í veg fyrir að það verði til grásleppukarlar í framtíðinni hringinn í kringum landið. Allt í þágu stórútgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar í Brimi.

„Það er beinlínis klikkað að fylgjast með fréttum af flestum stjórnarandstöðuflokkunum semja um stjórnarskrárbrotin,“ segir Sigurjón.

Ástæða undirgefninnar er að sögn Sigurjóns sú von stjórnarandstöðuþingmanna að komast „upp í bælið hjá Bjarna“ eins og hann orðar það að loknum næstu þingkosningum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí