Þarf að bregðast hratt við annars magnast tjónið af stefnu Ásgeirs

„Það er húsnæðiskostnaðurinn sem heldur uppi verðbólgunni núna, eins og undanfarna mánuði. Hátt vaxtastig Seðlabankans er lykil orsakavaldur þess. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd Hagstofunnar. Húsnæðiskostnaður hækkar um 11,2% á meðan verðlag án húsnæðiskostnaðar hækkar um 4%.“

Þetta skrifar Stefán Ólafsson, fyrrverandi félagsfræðiprófessor, í færslu á Facebook. Hann segir byggingariðnaðinn þurfa alla þá hvata sem völ er á til að örva byggingu nýrra íbúða.  „Þess vegna er þörfin fyrir öra lækkun vaxta sem fyrst svo brýn. Með því fengi byggingariðnaðurinn hvata til að örva byggingu nýrra íbúða, sem er það sem þarf til að ná húsnæðisverðlagi niður,“ segir Stefán og bætir við að lokum:

„Ef ekki er brugðist hratt við þá magnast tjónið af stefnu Seðlabankans enn meira en orðið er. Ég óttast hins vegar að hroki seðlabankafólks sé svo mikill að þau herðist bara í einstrengingslegri afstöðu sinni við gagnrýni frá verkalýðshreyfingunni og öðrum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí