Hvítir karllæknar trúi hvítum körlum best

Lífleg umræða hefur skapast á facebook-síðum Samstöðvarinnar eftir frétt sem við birtum í morgun þar sem spurt var hvort karlkyns læknar tryðu konum síður en körlum þegar kæmi að áhyggjum fólks af eigin heilsu.

Haldið var fram að karllæknar sendu konur jafnvel heim vegna meintrar hysteríu án gagnlegrar aðhlynningar eða rannsókna. Jafnvel þegar konur sýndu einkenni krabbameins og væru í raun með krabbamein. Dæmi erum að kona hafi verið send heim og sagt að fá sér laxerolíu þegar hún var fárveik vegna óuppgötvaðs krabbameins.

Allmargar íslenskar konur í hópi lesenda segja í umræðu um fréttina að þær telji læknisþjónustu misjafna eftir kyni sjúklings. En fólk er ekki sammála um hvort eldri karlar séu íhaldssamari en hinir yngri.

Bent er á að ef miðaldra konur leita læknis séu einkenni þeirra oft rakin til breytingaskeiðsins þótt orsakir séu af allt öðrum toga.

Þá er staðhæft að hvítir karllæknar sýni konum og fólki sem er dekkra en þeir á litinn slakari læknisþjónustu en öðrum hvítum karlmönnum. Það sýni rannsóknir.

Sumar konur staðhæfa að kandídatar séu betri en læknar er kemur að mikilvægum viðbrögðum.

Þá er rétt að benda á að hluti kvenna fær ekki séð að þær fái lakari þjónustu hjá körlum í læknastétt en kvenlæknum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí