Rétti tíminn fyrir útilegu á Austurlandi

Veðurvonsviknir á Norður- og Austurlandi geta tekið gleði sína á ný frá og með deginum í dag, þar sem hvörf hafa orðið í veðri. Íbúar sunnan- og vestanlands sem nutu sólar og hlýinda um helgina þurfa aftur á móti að skila blíðunni norður og austur í nokkra daga.

Höfuðborgarbúar vöknuðu upp við þungbúinn himin og staðfestir Veðurstofan umskipti frá helgarveðrinu milli landshluta. Það hefur þykknað upp vestanlands en létt til fyrir austan.

Í dag og á morgun verður skýjað og dálítil súld með köflum vestan til og hiti 10 til 14 stig. Á austanverðu landinu verður léttskýjað og hiti allt að 20 stigum.

Það spáir suðvestlægri átt á landinu næstu daga. Súld vestan til á þriðjudag og miðvikudag en á Austurlandi bjartara og hlýrra veður.

Mjög kalt var á N-1mótinu á Akureyri um helgina og dæmi um að fólk gæfist upp á tjaldsvæðinu og héldi heim til sín vegna veðurs.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí