Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, skáld og blaðamaður, lýsir raunum sínum úr Leifsstöð þennan fagra sunnudagsmorgun sem sumir nota til að sleppa úr landi vegna dýrtíðar og ofurvaxta.
Þorvaldur er á leið til Ítalíu en hann gleymdi að fjárfesta í gjaldeyri áður en hann ferðaðist til Keflavíkur og hefur síðan uppgötvað ýmislegt að lengi er hægt að snuða á Íslendingi. Allt þangað til við sleppum upp í flugvélina burt.
Þorvaldur ákvað að nýt a sér gjaldeyrisþjónustuna sem býðst á Keflavíkurflugvelli. Hann skipti við gjaldeyrishraðbanka Euronet, rekinn af fyrirtækinu Change Group en þegar hann sá hvað þurfti að borga fyrir viðskiptin saup blaðamaðurinn hveljur:
„Þar kostuðu 400 evrur 65.281 kr. sem er 5.321 krónum dýrara en 59.960 gengið sem ég hefði fengið hjá Landsbankanum, eða tæplega 9 prósentum hærra,“ segir Þorvaldur og hristir hausinn.
„Ég ætlaði fyrst að kaupa af gjaldkera Euronet til að forvitnast um gengið en þá vildi hún rukka mig 1000 króna þjónustugjald aukalega fyrir ómakið,“ bætir hann við.
Niðurstaða hins logsviðna Íslendings er svipuð og margra annarra:
„Það er eins með þessa þjónustu og aðra hér í þessu landi að við Íslendingar elskum að láta okra á okkur.“
En hvernig væri að gera eitthvað í því?
Hvað segja lesendur um það?