„Atli er drífandi einstaklingur og stundum fer kapp framar forsjá. Þetta er ekki flókið mál, það fer stundum titringur í fólk þegar það er prófkjör eða eitthvað þvíumlíkt. Ákveðin vonbrigði sem koma upp, fólk vonar að því gangi betur eða verr. En þegar niðurstöður koma, þá eru stundum tilfinningar sem eru í gangi. Þetta er ekkert flókið eða nýtt. Þetta mun gerast aftur og er mjög mannlegt.“
Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, um mál Atla Þórs Fanndals, fyrrverandi starfsmann þingflokks Pírata. Nokkuð mísvísandi fréttir hafa verið sagðar af því hvað kom til að hann sagði starfi sínu lausu. Björn Leví verður gestur Rauða borðsins í kvöld í fasta liðnum Þingið.
Menn tala um að það hafi verið Þórhildur Sunna sem hafi vikið Atla frá störfum, er það ekki rétt?
„Nei, það er ekki rétt. Virkar ekki þannig. Þingflokkurinn allur tekur ákvarðanir um starfsmannamál þingflokks, svo nei nei, það var ekkert svoleiðis.“
Píratinn Björn Leví Gunnarrson ræða stöðuna í pólitíkinni og á Alþingi við Rauða borðið í kvöld.