Þórdís Kolbrún ætti að segja af sér segir prófessor í alþjóðalögum

„Fjölmiðlalögin sem voru samþykkt í Georgíu eru lögmæt. Mér finnst það til skammar að íslenskur ráðherra hafi farið til Georgíu til að mótmæla þeim. Það er til háborinn skammar. Sá ráðherra ætti að segja af sér.“

Þetta segir Alfred de Zayas, prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf, í viðtali við Rauðan raunveruleika á Samstöðinni, um Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, og ferð hennar til Georgíu fyrr á þessu ári. Þangað fór hún til að mótmæla lögum sem þvinga fjölmiðla sem fá 20 prósent tekna sinna erlendis frá til að skilgreina sig sérstaklega sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta aukins eftirlits.

De Zayas hefur áratuga reynslu af starfi innan Sameinuðu Þjóðanna, en hann hefur starfað sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna í alþjóðamálum. Hann hélt fyrirlestur á vegum Ögmundar Jónassonar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um helgina.

De Zayas fór yfir víðan völl í viðtalinu, sem sjá má hér fyrir neðan í heild sinni, og ræddi meðal annars að Ísland gæti leikið lykilhlutverk fyrir frið í heiminum. En líkt og fyrr segir þá er hann þó allt annað en ánægður með framgöngu Þórdísar Kolbrúnar:

„Bandaríkin hafa nákvæmlega eins löggjöf og þing Georgíu samþykkti í vor. Í rauninni er löggjöfin í Bandaríkjunum umtalsvert strangari, en sambærileg lög í Ungverjalandi eða Hvíta-Rússlandi eða Rússlandi eða Georgíu, svo dæmi séu tekin. Það er algjör tvískinnungur hjá þessum ráðherra að mótmæla slíkri löggjöf í Georgíu. Hún ætti að segja af sér.“

Hér fyrir neðan má sjá ítarlegt viðtal við Alfred de Zayas, , prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf, í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí