Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkinginarinnar, lýsti því yfir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði ekki á meðal ráðherra ef Samfylkingin kæmi að næstu ríkisstjórn.
Kristrún hefur þó ekki verið eins reiðubúin að lýsa því yfir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verði ekki ráðherra í mögulegri ríkisstjórn. Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, vekur athylgi á þessu á Facebook þar sem hann skrifar:
„Það angrar mig að formaður Samfylkingarinnar getur lýst yfir að hún vilji ríkisstjórn án Dags, en vill ekki lýsa yfir að hún vilji ríkisstjórn án Bjarna og Simma. Meðan ég vona að næsta ríkisstjórn verði samsteypa frjálslyndra Evrópusinnaðra flokka, þar á meðal Samfylkingin, þá get ég ekki annað en kallað eftir því að þau, og sömuleiðis Viðreisn, tali skýrt um hvort þeim hugnist áframhaldandi íhaldssemi.“