Þingmaður hætti að ybba gogg

Stjórnmál 3. jan 2025

Eins og Samstöðin greindi frá í gær, þótti mörgum það koma úr hörðustu átt að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrum formaður atvinnuveganefndar Alþingis, skyldi geysast fram á ritvöll Moggans og vara við auðlindagjöldum. Hann sagði að ekki mætti hrófla við sjávavútvegi.

Sjá hér:

Fátt veldur íslensku þjóðinni eins mikilli gremju og forréttindi kvótakónga sem eru að auki á góðri leið með að kaupa upp mestallt annað atvinnulíf hérlendis fyrir ofurhagnað sinn, fyrir sjálftökuna úr sameiginlegri auðlind landsmanna.

Einn af þingmönnum nýja þingmeirihlutans, Sigurjón Þórðarson, sem situr fyrir Flokk fólksins í sama kjördæmi og Þórarinn Ingi, Norðausturkjördæmi, skefur ekki af andúð sinni á viðbrögðum þingmanna gömlu valdaflokkanna sem virðast síðustu daga óhræddir við að sýna kjósendum úr hvaða átt þeir koma.

„Stundum er gott að hafa vit á því að þegja,“ segir Sigurjón í færslu á facebook og rifjar upp „afrek“ Þórarins Inga:

„Hér er Þingmaður Framsóknar að vanda digurbarkalega um fyrir nýrri ríkisstjórn – Boðskapurinn er að ekki megi hnika við einu né neinu þegar komið er að stjórn fiskveiða, en hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar og skilað minni afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar,“ segir Sigurjón og er ekki hættur:

„Það væri svo sem í góðu lagi ef helstu afrek kappans væru ekki að lögleiða ósvífna einokun með kjötafurðir og stefna framtíð grásleppuveiða við strendur Íslands í algert uppnám og með svo óvandaðri lagasetningu að hann var kærður fyrir brot á siðreglum þingsins. Væri ekki skynsamlegt hjá Þórarni Inga að hafa hægt um sig a.m.k. þar til búið er að greiða úr þeim ruglanda sem hann átti stóran þátt í að koma á, í þágu örfárra og á kostnað þjóðarinnar?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí