Vissi Jón að Þórdís myndi falla frá framboði?

Óflokkað 23. jan 2025

Það vakti nokkra athygli og var vitnað til á fleiri fréttamiðlum en Samstöðinni þegar Jón Gunnarsson, fyrrum dómsmálaráðherra, lýsti því yfir í samtali við Björn Þorláks við Rauða borðið á Samstöðinni síðastliðinn mánudag að hann væri mjög óhress með framgöngu Þórdísar Reykfjörð Gylfadóttur.

Í dag hætti Þórdís svo við fyrirhugað formannsframboð. Hvort orð Jóns hafa haft áhrif eða ekki skal ósagt látið en fyrir skemmstu sagði Þórdís í fjölmiðlum að um stefnubreytingu yrði að ræða hjá henni ef hún myndi ekki sækjast eftir metorðum. Eitthvað virðist hafa gerst á þeim örfáum dögum sem liðinir eru síðan hún lýsti því yfir sem leiðir til þess að Þórdís, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki lengur í slagnum um formannsstólinn.

Stóllinn er reyndar nokkuð valtur og kannski ekkert allt of ákjósanlegur eftir að Bjarni Benediktsson lætur af völdum eftir slælega útkomu flokksins í þingkosningunum 30. nóvember og hrakfylgi undir 20 prósentum. Margir sjálfstæðismanna sem rætt hafa við Samstöðina telja að gamaldags harðlínustjórnun og fjöldi spillingarmála, ekki síst mála sem tengjast fráfarandi formanni beint, hafi rústað stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.

Kannski vissi Jón að tími Þórdísar væri liðinn þegar hann opnaði sig svo afdráttarlaust í gagnrýni sinni í viðtalinu við Samstöðina í byrjun vikunnar. Kannski vissi Jón að Þórdís ætti undir högg að sækja innan flokksins.

Margir sem Samstöðin hefur rætt við telja nú einboðið að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skelli sér í bardagann um formannsstólinn ásamt Guðlaugi Þór og Diljá Mist Einarsdóttir hefur einnig lýst áhuga á formannsstöðunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí