Inga með fleiri vopn en Mogginn

Áfram heldur pólitískur slagur Moggans og Ingu Sæland. Yfirburðirnir hafa snúist við. Nú er Inga stærri en Mogginn. Fjölmiðlastyrkur ríkisins til Moggans verður skertur. Auðvitað róar það ekki strákana í Hádegismóum. Þeir æsast.

Áfram er Inga í skotsigti Moggans. Þar er efast um rétt fjármálaráðherra að fella niður hugsanlega kröfu um að Flokkur fólksins verði ekki rukkaður um háar kröfur sem urðu til vegna þess að flokkur Ingu er ekki skráður sem stjórnmálasamtök.

Hádegismórar ætla sér að ráðast áfram á Ingu og flokkinn hennar. Inga er ekki kona einsömul. Þorgerður Katrín og Kristrún spila með í vörninni hjá Ingu. Eigendur Moggans hafa ekki látið sitt eftir liggja og stutt ríkulega við rekstur Moggans. Eigendurna munar ekkert um að auka sitt framlag til að halda úti aðförinni að Ingu.

Reyndar snýst hamagangur Moggans ekkert sérstaklega um Ingu, styrkina eða Flokkinn hennar. Ríkisstjórnin ætlar að auka strandveiðar. Stórútgerðin er æf. Þar á bæ vilja öll ríkisstjórnina burt. Því er skotið á vörnina þar sem hún er lægst, á Ingu Sæland. Átökin eru rétt að byrja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí