Fjölmiðlar umgangist Hafró eins og vöggustofu

Björn Ólafsson, fyrrum sjómaður með meiru, heldur áfram skrifum sínum og gagnrýnir Hafró og fjölmiðla af nokkrum þrótti.

Í nýja pistli sínum á Vísi segir Björn:

„Fjölmiðlar; og þá sérstaklega „okkar allra“, RÚV umgangast Hafró eins og vöggustofu. Þöggunin er ærandi. Það er bara eins og þjóðinni komi ekkert við hvernig verið er að nýta hennar helstu sjávarauðlindir. Þeir sem stunda „rannsóknarblaðamennsku“ finna allt annað til en skoða þetta stóra mál.“

Þá segir Björn einnig að ráðherrar, og þingheimur allur, hafi varpað nær allri ábyrgð á auðlindinni frá sér.

„Gífurlegir hagsmunir eru undir ráðgjöf Hafró, sem fer ekki varhluta af þrýstingi frá hagsmunaöflum. Kvótaeigendum, lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum. En það er svo komið að kvótakóngar tala um Hafró sem „félaga okkar“. Engin spyr gagnrýnna spurninga. Bara láta mata sig,“ skrifar Björn.

„Það eru liðin 40 ár frá því fiskiveiðistjórnunarkerfið var fyrst tekið upp, svo reynslan af því liggur fyrir. Sinnuleysi ráðamanna er algjört, og þeir víðsfjarri að vinna að hag eigenda sjávarauðlindarinnar. Sagan er sorgleg. Hvernig stendur á því að þöggun ríkir um stefnu sem hefur farið um sjávarauðlinda eins og naut í moldarbarði. Það er ekki eins og sagan sé kerfinu í hag. Það hefur ekki tekist að stækka einn einasta botnfiskstofn þessi 40 ár. Við erum enn að veiða minna af okkar helstu nytjastofnum en fyrir 40 árum. Þorskurinn, okkar verðmætasti, stofn hans hefur minnkað, fiskurinn er mun léttari og aflinn um 50% af því sem áður var. Enn er veitt minna en áður af ufsa, karfa,lúðu, kola, síld,rækju .. og hörpudiskurinn er búinn. Þetta eru staðreyndir, unnar úr skýrslum Hafró.“

Samstöðin ræddi við Björn á dögunum:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí