Kallar Trump hryllilegan djöful

Helga Vala Helgadóttir er spáir mikilli ólgu á þingi næstu mánuðina.

„Hversu hryllilegur getur einn maður verið. Þarna sviptir hann einn þjóðfélagshóp frelsi sínu bara með einu pennastriki. Mig grunar að það líði ekki á löngu þar til við förum að taka á móti umsóknum fólks á flótta frá þessum djöfli,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir fyrrum þingkona og lögmaður á facebook um Trump Bandaríkjaforseta.

Tilefnið er færsla Steingerðar Lóu Gunnarsdóttur sem átti bókað flug til BNA í vikulok á ráðstefnu en þurfti að hætta við eftir að utanríkisráðuneytið gaf út reglugerð um að trans fólk eigi ekki að fá visa til Bandaríkjanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí