Mögnuð hlýindi og söguleg
Trausti Jónsson veðurfræðingur ætlar að ræða veðurblíðuna sem nú leikur við landsmenn við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Hitamet hafa nú þegar fallið. Hefur því verið fleygt að hitinn fyrir austan gæti náð allt að 26-27 stigum í hitabylgjunni en of snemmt er að staðhæfa um hvort svo verður.
Það sem er lýðræðislega ánægjulegt við hlýindin þessa dagana er að bongóstemmning í einum landshluta er ekki á kostnað tíðarfars í öðrum landshluta eins og stundum er þegar barátta góðs og ills stendur milli norðurs og suðurs!
Þannig er gott veður um allt land núna og njóta sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og aðrir útivistarreitir gríðarlegra vinsælda þar sem íslenska þjóðin stígur fram í besta skapi! Minnug þeirrar sumarleysu sem einkenndi tíðina árið 2024.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward