Sala á fimmtungs hlut Íslandsbanka hófst í morgun

Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. hófst í morgun. Almenningur sem vill kaupa fær útboðsgengi fyrir tilboðsbók A 106,56 krónur á hvern útboðshlut. Lágmarkstilboð er bundið við 100.000 krónur. Mest geta einstaklingar úr hópi almennings keypt bréf í bankanum fyrir tuttugu milljónir króna.


Einstaklingum og lögaðilum stendur til boða að taka þátt í markaðssettu útboði á bréfum ríkisins í
Íslandsbanka hf. sem stendur til fimmtudagsins 15. maí kl. 17:00. Grunnmagn útboðs
nær til allt að 376.094.154 hluta í Íslandsbanka hf, eða 20% af heildarhlutafé bankans.

Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til
staðar í útboðinu. Samanlagt geta grunnmagn útboðsins og möguleg magnaukning numið öllum
eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka eða 45,2% af almennum hlutum bankans.
Útboðslýsingin var birt í dag þar sem tilkynnt var um stærð útboðsins og verð á hverjum hlut í
tilboðsbók A. Hana má finna á útboðsvef Kviku banka hf., kvika.is/islandsbanki, vefsíðu Íslandsbanka
hf., islandsbanki.is, auk kynningarbæklings fyrir einstaklinga sem vilja taka þátt í útboðinu.
Kaupendur eru hvattir til þess að kynna sér vel innihald lýsingarinnar áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin, þ.á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættuþætti,“ segir í tilkynningu.


Í útboðinu er sérstök áhersla lögð á þátttöku einstaklinga eins og lög nr. 80/2024 kveða á um.
Úthlutun á bréfum á grundvelli tilboðsbókar A, þ.e. úthlutanir til einstaklinga með íslenska kennitölu
hafa forgang umfram tilboðsbækur B og C, og munu þeir njóta lægsta verðs. Að útboðinu loknu mun fjármála- og efnahagsráðuneytið birta lista yfir kaupendur, bæði einstaklinga og lögaðila. Barclays
Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. eru sameiginlegir alþjóðlegir
umsjónaraðilar og sameiginlegir söluaðilar í útboðinu

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí