Ungur og umdeildur við Rauða borðið í kvöld

Stjórnmál 19. maí 2025

Samstöðin birtir í kvöld níutíu mínútna langt viðtal sem tekið var um helgina við Snorra Másson, næstyngsta þingmann Alþingis, fulltrúa Miðflokksins.

Snorri fer yfir lífssögu sína, allt frá fyrstu minningu til fjölgunar í fjölskyldunni fyrir aðeins þremur vikum.

Björn Þorláks ræðir við þingmanninn. Viðtalið er undir hatti liðarins „Óþekkti þingmaðurinn“ þar sem markmiðið er að ræða við alla þá þingmenn sem komu nýir inn í síðustu kosningum, 34 talsins – meirihluta þingsins.

Snorri hefur ítrekað skapað umdeilanleika og usla hér á landi með ummælum sínum og gjörðum. Hann á sér líka töluvert persónufylgi, einkum meðal ungra kjósenda og sker sig úr þingmannahópi Miðflokksins fyrir aldurs sakir. Verður meðal annars í viðtalinu reynt að grafast fyrir með persónulegum hætti hvaða lífsfreynsla liggur að baki skoðunum þingmannsins.

Rauða borðið á Samstöðinni er sent út frá mánudegi til fimmtudags allar vikur og hefst útsending klukkan 20.

Hægt er að styrkja Samstöðina með hóflegu mánaðargjaldi, eða aðeins kr. 2.750 á mánuði með því að heimsækja áskriftarsíðu Samstöðvarinnar hér:

Áskriftir – Samstöðin

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí