Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt að fjárfesta í innviðum samhliða þessari gríðarlegu fólksfjölgun

„Í skýrslu sem OECD gerði um Ísland og birti í fyrrahaust kom fram, með leyfi forseta, að atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara hér er mjög mikil. Níu af hverjum tíu eru á vinnumarkaði, sem er hærra hlutfall en meðal íslenskra ríkisborgara.

Gríðarleg fólksfjölgun hefur verið á Íslandi á síðustu árum. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um næstum 50.000 á 15 árum. Þessi fólksfjölgun er fyrst og fremst drifin áfram af mikilli þörf fyrir vinnuafl samhliða miklum efnahagslegum vexti. Þessi fólksfjölgun hefur haft mikil og alvarleg neikvæð hliðaráhrif á önnur svið samfélagsins; á húsnæðismarkaðinn, á heilbrigðiskerfið; á skólana okkar, samgöngur, löggæslu og aðra innviði,“ sagði Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir á Alþingi fyrr ívikunni.

„Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt að fjárfesta í innviðum samhliða þessari gríðarlegu fólksfjölgun. Það hefur leitt til þess að fólk upplifir versnandi þjónustu og minna aðgengi sem hefur leitt til óróa og hræðslu í okkar góða samfélagi. Flestir, eða fjórir af hverjum fimm sem hingað hafa flutt, koma á grundvelli EES-samningsins sem tryggir frjálsa för fólks á milli aðildarríkja, en hingað sækir líka fólk á flótta. Það er hópur sem hefur farið ört minnkandi.

Í skýrslu sem OECD gerði um Ísland og birti í fyrrahaust kom fram, með leyfi forseta, að atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara hér er mjög mikil. Níu af hverjum tíu eru á vinnumarkaði, sem er hærra hlutfall en meðal íslenskra ríkisborgara.

Þrátt fyrir það hafa kerfin okkar ekki náð að sinna þessum nýja hópi nægilega vel. Tungumálakennsla hefur verið mjög vanfjármögnuð og innflytjendur læra íslensku síður en víðast hvar annars staðar í OECD-ríkjunum. Börn í þessum hópi fá heldur ekki nægilegan stuðning og eru vísbendingar um að þeim gangi verr í íslenskum skólum. Það er áhyggjuefni því að það ýtir undir aðskilnað og jaðarsetningu sem skapar ný og dýpri vandamál,“ sagði Sigurþóra Steinunn.

„Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur að því að bregðast við þessum áskorunum með auknum fjárfestingum í heilbrigðis-, félags-, húsnæðis- og menntakerfi. Á Íslandi viljum við að töluð sé íslenska, að fólk sem hingað kemur skilji og læri á samfélagið okkar um leið og þau leggja sitt af mörkum í að bæta það með okkur. Ísland sem fjölskylda er að verða aðeins blandaðri eins og flestar fjölskyldur í dag en það þýðir ekki að hún verði verri. Það er okkar að ákveða hvernig við viljum haga nýjum samskiptum í breyttu mynstri. Þar getum við litið til tækifæranna frekar en ógnanna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí