Útlendingastofnun hefur ítrekað brugðist og hafnað manni sem er fæddur árið 1954 um eðlilega þjónustu. Maðurinn heitir Robert Scobie og er sonur íslenskrar móður og bandarísks föður.
Þetta segir Valdimar Óskarsson í færslu á facebook en Róbert er mágur hans sem hefur varið lífi sínu að nokkur í að berjast við fólkið sem hann kallar vindmyllurnar í útlendingastofnun. Róbert er sjötugur og hefur alltaf átt í tómu veseni með útlendingastofnun að sögn Valdimars.
Á æviárunum 70 hefur hann búið 51 ár á Íslandi og 19 í Bandaríkjunum. Samfleytt hefur Róbert búið á Íslandi síðan 1995, gekk í grunnskóla á Íslandi og fór svo í frekara nám og útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1974 og tók matreiðslumeistarann síðar.
Eftir nám reyndi Róbert fyrir sér við ágætan orðstír sem veitingamaður í Bandaríkjunum sneri svo heim til Íslands með bandarískt vegabréf en vildi nú bæta úr því og fá einnig íslenskt vegabréf eins og eineggja tvíburabróðir hans.
Á fyrsta fundi með útlendingastofnun óskaði starfsmaður að Róbert tæki próf í tungumálinu. Róbert spurði þá einfaldlega starfsmanninn hvort grunnskólaprófið hans væri ekki í gildi.
Eftir þennan fund segir Róbert að Útlendingastofnun hafi ítrekað fundið nýjar og nýjar leiðir til að hafna mági hans um íslenskt ríkisfang. Í hvert skipti sem hann mætti var hann beðinn um ný gögn og margsinnis um gögn sem hann haf´ði þegar skilað. Róbert hafi verið skattgreiðandi hér í marga áratugi, hann hafi skilað öllum umbeðnum fjárhagslegum upplýsingum frá þeim tíma sem íslenska ríkið tók upp rafræn skil og samskipti.
En maðurinn, Róbert Scobie, fái alltaf sömu skilaboð: „Þú ert ekki einn af okkur!“
Á dögunum barst Róberti bréf sem virðist lokasvar útlendingastofnunar, hafnað um íslenskt ríkisfang fyrir óljósar og illa rökstuddar sakir.
Valdimar getur þess að nefnt sé sem fyrirstaða að matreiðslumeistarinn sem hefur verið launþegi í 40 ár á Íslandi þyki ekki geta sýnt fram á nægar tekjur af sínum ellilífeyri til að halda heimili á Íslandi þrátt fyrir að búa í eigin húsnæði.
„Eini möguleikinn virðist á þessari stundu að sonur vorrar þjóðar mágur minn Róbert verði að kæra útlendingastofnun til Umboðsmanns Alþingis, velti svona fyrir mér hvort umboðsmaður hafi ekki eitthvað merkilegra að gera við sinn tíma en að koma vitinu fyrir útlendingastofnun,“ segir Valdimar á facebook og óskar eftir deilingum og umræðu.