Samkvæmt könnun sem Maskína birti í dag nefna flestir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalista þegar spurt er hvaða fulltrúi hafi staðið sig best í starfi. Þátttakendur fengu að nefna einn og 15,5% nefndu Sönnu. Næstur koma Dagur B. Eggertsson borgarstjóri xS með 12,9% og Hildur Björnsdóttir xD með 12,0%.
Tilvonandi borgarstjóri Framsóknar, Einar Þorsteinsson, nær fimmta sætinu með 8,5% en Alexandra Briem xP er fyrir ofan hann með 10,3%
Taflan sem Maskína birtir er annars svona:
![](https://samstodin.is/wp-content/uploads/2023/01/Screenshot-2023-01-24-at-15.11.25.png)
Ánægja fólks með Sönnu er sérstaklega athygli verð þar sem minnihlutinn fær ekki háa einkunn í þessari könnun. 21,5% segja að meirihlutinn hafi staðið sig vel en aðeins 11,7% segja að minnihlutinn hafi staðið sig vel. Það kann að ráðast af því að í opinberri umfjöllun fjölmiðla er vanalega fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaður til og látinn tala fyrir hönd minnihlutans.
Sanna sækir stuðning til allra hópa og beggja kynja jafnt. Þó má sjá að stuðningur við hana er meiri meðal tekjulægri en tekjuhærri. Og auðvitað fremur til vinstri sinnaðra, bæði Sósíalista og kjósenda Vg.
Könnunin var gerð í frá 25. nóvember til 2. desember 2022 og voru svarendur 702 talsins.