Nótt á gistiskýli jafn dýr og á Fosshóteli

Reykjavíkurborg hefur hækkað verðið fyrir nóttina í gistiskýlum borgarinnar, sem borgin rukkar önnur sveitarfélög fyrir vegna íbúa með lögheimili utan borgarinnar. Eftir hækkun kostar nóttin 46 þús. kr. Það er nokkuð hátt verð í samanburði við hótelgistingu, álíka dýrt og eins manns herbergi á Fosshótel í Guðrúnartúni og á Hotel Natura, sem er gamla Loftleiðahótelið á Reykjavíkurflugvelli.

Það eru ekki sérherbergi í gistiskýlunum heldur má frekar bera gistingu þar saman við rúm á gistiheimili í sal sem gestir deila með öðrum. Ódýrasta gistingin fyrir rúm í slíkum sal er á Hostel B47 við hliðina á Sundhöllinni. Þar kostar nóttin 6.481 kr. Á Kex-hosteli á Skúlagötunni kostar nóttin 8.127 kr. fyrir koju í svefnsal.

Eitt er ólíkt við gistiskýlin og hótel eða hostel. Þau sem vilja sofa í gistiskýlunum geta komið klukkan fimm síðdegis en verða að vera farin út klukkan tíu morguninn eftir. Á hótelum og gistiheimilum geta gestir yfirleitt komið klukkan þrjú um daginn og þurfa ekki að rýma herbergið fyrr en klukkan ellefu morguninn eftir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí