Krafa innanlandssviðs Isavia um tæplega þrjú þúsund tré í skógalendi Öskjuhlíðar verði felld vekja strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum svo sem Twitter. Reykjavíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ríkisfyrirtækið Isavia vilji í raun rústa elsta samfellda skóg Reykjavíkur. Svæðið sem um ræðir er skóglendi Öskjuhlíðar frá svæðinu við Háskólann í Reykjavík að svæði kirkjugarðsins í Fossvogi og Perlunnar.
Reykjavíkurborg virðist ekki taka vel í þessa kröfu Isavia en í tilkynningu borgarinnar má vel greina andstöðu við þessari kröfu. „Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði, skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæði í Öskjuhlíð sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi. Auk þess er Öskjuhlíð á náttúruminjaskrá,“ segir meðal annars í tilkynningu.
Helstu talsmenn þess að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni má finna á Twitter. Þar blöskrar mönnum og segja þetta einfaldlega yfirgengilega frekju hjá ríkisfyrirtækinu. Hér fyrir neðan má lesa fáein dæmi um það.