Starfandi innflytjendum fjölgaði um 6.900 á milli ára

„Alls voru um 229.300 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júlí 2023 samkvæmt skrám. Starfandi einstaklingum fjölgaði um 7.900 á milli ára sem samsvarar 3,6% fjölgun. Fjöldi starfandi innflytjenda var um 51.700 í júlí og fjölgaði um tæplega 6.900 á milli ára,“ segir í tilkynningu Hagstofu.

Af þessu sést að hagvöxturinn á Íslandi er fyrst og fremst rekinn áfram af innflytjendum. Af þessum 7.900 nýju störfum hafa innflytjendur fyllt rúm 87%. Innfæddir hafa aðeins ráðið sig til tæplega 13% nýrra starfa.

Innflytjendur voru í júlí 22,5% af vinnumarkaðnum, var 20,2% í júlí í fyrra og 17,5% 2021.

Hér má sjá vinnumarkaðinn á Íslandi frá 2005, skipt eftir innfæddum og innflytjendum:

Árið 2005 voru innflytjendur 6,1% af vinnumarkaðnum. Síðan hefur innfæddum á vinnumarkaði fjölgað um 36.123 eða um 25,5%. Innflytjendum hefur hins vegar fjölgað um 42.467 eða um 460,6%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí