Leigjandinn

Fréttir af baráttu leigjenda hér heima og erlendis og rætt við fólk um húsnæðismarkaðinn, stöðu leigjenda og skipulagða baráttu þeirra.

Umsjón: Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Upptökur

Þættir

Leigjandinn – Leiguþak er nauðsyn

Leigjandinn – Leiguþak er nauðsynarrow_forward

S01 E014 — 19. apr 2022

Viðmiðunaverð fyrir íslenskan leigumarkað verði lögfest, og lækki húsaleigu um 30-35% við það muni bótaþegum húsnæðisbóta fækka um 12-14.000, á sama tíma verði leigusölum gert kleift að sækja sér leigubætur að uppfylltum skilyrðum um tekjur, eignastöðu og fjárstreymi.

Engin eðlileg verðmyndun er á íslenskum húsaleigumarkaði. Hér hverfandi lítill félagslegur húsnæðismarkaður, en forsenda fyrir eðlilegri verðmyndun er að stórt hlutfall leiguíbúða séu rekin án allra hagnaðasjónarmiða. Verðmyndun hér er rekin af fáum fyrirtækjum sem eru ósvífinn í hækkunum og sýna íslenskum leigjendum og velferð þeirra fádæma skeytingarleysi. Það er þess vegna nauðsynlegt að setja viðmiðunarverð fyrir íslenskan húsaleigumarkað, og það strax, því að engar forsendur eru fyrir því að uppfylla 37. gr húsaleigulaga á annan hátt.

Leigjandinn – Há húsaleiga skapar fátækt

Leigjandinn – Há húsaleiga skapar fátæktarrow_forward

S01 E013 — 12. apr 2022

Í þættinum í kvöld ætlum við að ræða hvernig há húsaleiga skapar og viðheldur fátækt. Við ætlum að ræða um samtök fólks í fátækt og áhrif fátæktar á fjölskyldur og einstaklinga, hvernig velferð og heilsu fólks er ógnað vegna hás húsnæðiskostnaðar.

Til okkar koma þær Ásta Dís Guðjónsdóttir sem starfar fyrir PEPP, samtök fólks í fátækt og Guðný Helena Guðmundsdóttir hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar.

Leigjandinn – Svanur Guðmundsson

Leigjandinn – Svanur Guðmundssonarrow_forward

S01 E012 — 29. mar 2022

Í þættinum í kvöld ræðum við málefni húsaleigumarkaðarins við Svan Guðmundsson fyrrv. formann Félags löggiltra leigumiðlara. Svanur beitti sér fyrir málefnum leigumarkaðarins á fyrstu árunum eftir hrun og við ætlum að ræða viðhorf hans og þær skoðanir sem hann hafði á breytingum á leigumarkaðnum sem kom til með stofnun og vexti leigufélaganna.

Leigjandinn – Hvað gerðist hjá Íbúðalánasjóði?

Leigjandinn – Hvað gerðist hjá Íbúðalánasjóði?arrow_forward

S01 E011 — 22. mar 2022

Í þættinum í kvöld ætlum við að fara yfir það sem gerðist hjá Íbúðalánasjóði eftir efnahagshrunið þegar sjóðurinn leysti til sín þúsundir heimila og seldi síðan á uppboðum og lokuðum útboðum til fjárfesta. Til okkar kemur Atli Már Gylfason blaðamaður, Þorsteinn Sæmundsson og Natalie Scholtz.

Við ætlum að fara yfir það sem gerist á þessum árum frá 2012 – 2016/17, hvernig Íbúðalánasjóður stóð að því að skapa þennan leigumarkað sem við búum við í dag.

Leigjandinn – Lög og regla

Leigjandinn – Lög og reglaarrow_forward

S01 E010 — 15. mar 2022

Í þættinum í kvöld ræðum við við Jón Rúnar Sveinsson um hvernig löggjöf hefur verið notuð til að koma skikki á leigumarkaðinn. Í seinni hluta þáttarins kemur Gísli Tryggvason lögfræðingur og ræðir við okkur um núverandi lagaumgjörð um húsnæðis- og leigumarkaðinn og um hugmyndir að bættu lagaumhverfi fyrir leigjendur.

Leigjandinn – Húsnæðissamvinnufélög

Leigjandinn – Húsnæðissamvinnufélögarrow_forward

S01 E009 — 8. mar 2022

Í þættinum í dag fræðumst við um uppbyggingu húsnæðis í gegnum húsnæðissamvinnufélög. Við Ræðum við Julie LaPalme frá Cooperative Housing International um hvernig standa skuli að stofnun og uppbyggingu húsnæðissamvinnufélaga. Við ræðum við Þorstein Sæmundsson fyrrverandi alþingismann um eignaupptöku á heimilum fólks eftir efnahagshrunið, sölu á þúsundum íbúða hjá Íbúðalánasjóði og verkefnin framundan við að skapa hér jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Leigjandinn – Stofnun leigjendasamtakanna

Leigjandinn – Stofnun leigjendasamtakannaarrow_forward

S01 E008 — 1. mar 2022

Í þættinum í kvöld ræðum við við Hólmstein Brekkan fyrrverandi framkvæmdastjóra Leigjendasamtakanna. Hann var framkvæmdastjóri samtakanna frá stofnun þeirra árið 2013. Hann segir okkur frá stofnun samtakanna, ástandi á leigumarkaði á árunum eftir hrun, starf stjórnarfólks og þátttöku í samráðsverkefnum á vegum stjórnvalda.

Í seinni hluta þáttarins kemur Yngvi Ómar Sighvatson stjórnarmaður í Leigjendasamtökunum til okkar og við ræðum við hann um hvernig staðan er á leigumarkaðnum núna, hvað gerðist eiginlega?, og hvað getum við gert til að lagfæra ástandið fyrir leigjendur?

Leigjandinn – Benedikt Sigurðarson og leigjendur

Leigjandinn – Benedikt Sigurðarson og leigjendurarrow_forward

S01 E007 — 22. feb 2022

Í kvöld förum við yfir fréttir af umfjöllun um leigumarkaðinn, lítum yfir hafið á aðstæður og hagsmunabaráttu leigjenda. Við ræðum við Benedikt Sigurðarson sem hefur um langt skeið rætt og ritað um húsnæðismarkaðinn og hefur lagt til lausnir við ríkjandi neyð. Við ræðum erlenda leigjendur á leigumarkaði, um reynslu þeirra og aðstæður. Við ræðum um mikilvægi hagsmunabaráttu leigjenda.

Leigjandinn – Barátta fyrir hagsmunum leigjenda.

Leigjandinn – Barátta fyrir hagsmunum leigjenda.arrow_forward

S01 E006 — 15. feb 2022

Árið 2018 skrifaði Guðrún Ágústa Ágústsdóttir grein um aðstæður sínar á leigumarkaðnum. Við ræðum við hana um stöðuna og hvernig barátta hennar fyrir hagsmunum leigjenda fer fram.

Leigjandinn – Leigureiknir og baráttan í Katalóníu

Leigjandinn – Leigureiknir og baráttan í Katalóníuarrow_forward

S01 E005 — 8. feb 2022

Í þættinum í kvöld ræðum við við Enric Aragonès talsmann leigjendasamtakanna Sindicat de Llogaters í Katalóníu. Undanfarin 4 ár hafa samtökin með stuðningi almennings og annarra félagasamtaka barist fyrir bættu regluverki fyrir leigjendur í Katalóníu. Hann ætlar að segja okkur frá forsögu þessarar miklu baráttu, hvernig hún fór fram og hver varð ávinningurinn.

Við ræðum líka við Gunnar Smára Egilsson um reiknvél fyrir viðmiðunarverð húsaleigu sem Leigjendasamtökin eru að fara að birta.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí