6,5% verðhjöðnun í Nettó en 14,4% verðbólga í Hagkaupum

Okur 28. sep 2022

Samkvæmt verðlagsyfirliti Alþýðusambandsins er ansi ólík verðbólga á Íslandi, eftir því hvar þú verslar. Af stóru keðjunum þá mældist t.d. 6,5% verðhjöðnun í Nettó en 14,4% verðbólga í Hagkaupum.

Verðlagseftirlitið bar saman verð á matarkörfunni frá maí til september, á fjögurra mánaða tímabili. Þar kemur fram að vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september.

Mest hækkaði vörukarfan hjá Hagkaup, 4,6% og næst mest hjá Heimkaup, 4,3%. Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Krambúðinni.

Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Verðlagseftirlitið tekur fram að þetta eru einungis upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga, alls ekki verðsamanburður. Þannig getur búðin sem lækkaði mest í raun verið með hæsta verðið og okrað mest Bara aðeins minna en síðast.

En ef við færum þessa fjögurra mánaða hækkun og lækkun yfir á ígildi ársverðbólgu eða ársverðhjöðnun er niðurstaðan þessi:

Hagkaup: 14.4% verðbólga
Heimkaup: 13.5% verðbólga
Bónus: 2.7% verðbólga
Krónan: 1.2% verðbólga

Iceland: 4.4% verðhjöðnun
Nettó: 6.5% verðhjöðnun
Kjörbúðin: 7.6% verðhjöðnun
Krambúðin: 11.2% verðhjöðnun

Lesa má frétt Verðlagseftirlitsins hér: Vörukarfa ASÍ lækkar í 4 verslunum af 8 og hækkar lítillega í tveimur

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí