Samkvæmt verðlagsyfirliti Alþýðusambandsins er ansi ólík verðbólga á Íslandi, eftir því hvar þú verslar. Af stóru keðjunum þá mældist t.d. 6,5% verðhjöðnun í Nettó en 14,4% verðbólga í Hagkaupum.
Verðlagseftirlitið bar saman verð á matarkörfunni frá maí til september, á fjögurra mánaða tímabili. Þar kemur fram að vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september.
Mest hækkaði vörukarfan hjá Hagkaup, 4,6% og næst mest hjá Heimkaup, 4,3%. Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Krambúðinni.
Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Verðlagseftirlitið tekur fram að þetta eru einungis upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga, alls ekki verðsamanburður. Þannig getur búðin sem lækkaði mest í raun verið með hæsta verðið og okrað mest Bara aðeins minna en síðast.
En ef við færum þessa fjögurra mánaða hækkun og lækkun yfir á ígildi ársverðbólgu eða ársverðhjöðnun er niðurstaðan þessi:
Hagkaup: 14.4% verðbólga
Heimkaup: 13.5% verðbólga
Bónus: 2.7% verðbólga
Krónan: 1.2% verðbólga
Iceland: 4.4% verðhjöðnun
Nettó: 6.5% verðhjöðnun
Kjörbúðin: 7.6% verðhjöðnun
Krambúðin: 11.2% verðhjöðnun
Lesa má frétt Verðlagseftirlitsins hér: Vörukarfa ASÍ lækkar í 4 verslunum af 8 og hækkar lítillega í tveimur
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga