Norðmenn stefna á 40% auðlindaskatt á fiskeldi

Ríkisfjármál 28. sep 2022

Ríkisstjórn Jonas Gahr Støre í Noregi hefur boðað 40% auðlindaskatt á fiskeldi sem leggst ofan á tekjuskatt fiskeldisfyrirtækja. Fyrirtækjaskattur er 22% í Noregi en eftir breytinguna þurfa fiskeldisfyrirtæki að borga 62% tekjuskatt. Það þarf ekki að taka fram að engar svona fyrirætlanir er að finna hjá ríkisstjórn Íslands.

Þessi aðferð til innheimtu auðlindagjalds svipar til skattkerfis í Namibíu þar sem almennur tekjuskattur fyrirtækja er 32% en 35% í olíuiðnaði, 37,5% í námuvinnslu og 55% í demantanámum.

Á Íslandi gæti kerfið verið þannig að almenn fyrirtæki borguðu áfram 20% tekjuskatt en stórútgerðin, sem nýtur fiskveiðiauðlindarinnar, og stóriðjan, sem nýtur orkuauðlindina, borguði hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Og svo auðvitað fiskeldisfyrirtækin sem nýta firði og flóa.

Norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á aðrar greinar sem nýta auðlindir lands og sjávar. Tekjuskattur orkufyrirtækja hækkar þannig úr 37% í 45%.

Eins og Samstöðin hefur bent á hafa tekjur stórútgerðar og stóriðju aukist mikið eftir innrás Pústíns í Úkraínu, sjá frétt: Stríð Pútíns færir sumum á Íslandi 180 milljarða. Stríðið og efnahagssveiflan hefur hins vegar grafið undan kaupmætti almennings vegna verðbólgu og hækkana á vöxtum og þar með húsnæðiskostnaði. Norska ríkisstjórnin er með skattahækkun á auðlindafyrirtæki að færa hluta af bættum hag þeirra til almennings. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi á Íslandi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí