Tyrkland er vaxandi stórveldi

Heimspólitíkin 15. sep 2022

Jón Ormur Halldórsson ræddi meðal annars um Tyrkland í heimsókn sinni að Rauða borðinu og sagði að Erdoğan forseti hefði breytt stöðu landsins. Annars vegar hefði efnahagur landsins batnað mjög á umliðnum árum og þar væru lífskjör nú orðið mun líkari því sem þekkist í Evrópu en áður var og væri ólíklegt að óðaverðbólga undanfarinna mánaða myndi ná að eyðileggja þann árangur. Og hins vegar gerðu Tyrkir sig nú gildandi víða um heim og hefðu tekið upp sið stórvelda, að skipta sér að innanríkismálum svo til allra landa sem þeir ættu landamæri að. Og raunar enn víðar.

Jón Ormur byrjaði að ræða stríðið í Úkraínu og áhrif þess, ekki síst á Rússland þar sem erfitt væri að sjá fyrir sér bjarta framtíð. Þótt Pútín myndi falla væri ólíklegt að nokkuð skárra tæki við.

Síðan fylgdi Jón okkur um Evrópu og til Indlands í gegnum Tyrkland og þaðan til Kína. Yfirlit Jóns um heimsmálin má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí